Mig hefur alltaf langað til að fara upp á Esjuna og reyndi loks við hana í dag með pabba og Sverri. Þegar við vorum komin vel áleiðis kom þessi fíni vindur og haglél í þokkabót. Þegar við vorum komin svona tvo þriðju ákváðum við að láta gott heita og snúa við, enda ekkert gaman að fara upp í engu skyggni og hagléli. Sem mér fannst nú frekar fúlt þar sem það þýðir að ég þarf þá að fara aftur til að komast loksins upp á þessa blessuðu Esju.

Ég að dragast afturúr?

Kom þessi góða vindhviða í miðri myndatöku.