Tuesday, May 23, 2006

Blóðtakan ógurlega

Ég og Signý tókum smá systradag í dag þar sem við vorum báðar í fríi. Meðal annars ákváðum við að koma við í blóðbankanum til að gefa blóð. Fórum við báðar bara í blóðprufu þar sem við höfum hvorugar gefið blóð áður. Ég veit ekki hvernig þetta verður fyrir Signý þegar hún má loksins gefa blóð því þetta var greinilega mikil þolraun. Í fyrsta lagi þurfti að taka alveg þrjú 10 ml glös sem eru sko alveg slatti og þurfti Signý að liggja augnablik á bekknum eftir á og jafna sig. Mér var boðið inn á kaffistofu til að bíða eftir henni þar sem ég fékk mér djúsglas. Svo loksins staulaðist hún inn í kaffistofu föl og fár þar sem var hjúkrunarkona sem bauð henni súpu sem hún þáði með þökkum og tók þá fljótt sinn eðlilega lit aftur. Við ákváðum þá að láta þetta gott heita og fara að koma okkur en Signý átti þá í erfiðleikum með að opna bílhurðina vegna mikilla verkja í hendi vegna stungusársins. Í bílnum á leiðinni heim átti Signý erfitt með að halda augunum opnum þar sem öll orka var farin úr henni og þurfti hún að leggja sig þegar heim var komið. Ég býst við að hún verði frá vinnu í næstu tvo daga á eftir þegar hún fer loksins að gefa blóð.


Signý að borða súpuna góðu

Thursday, May 18, 2006

Esjan

Mig hefur alltaf langað til að fara upp á Esjuna og reyndi loks við hana í dag með pabba og Sverri. Þegar við vorum komin vel áleiðis kom þessi fíni vindur og haglél í þokkabót. Þegar við vorum komin svona tvo þriðju ákváðum við að láta gott heita og snúa við, enda ekkert gaman að fara upp í engu skyggni og hagléli. Sem mér fannst nú frekar fúlt þar sem það þýðir að ég þarf þá að fara aftur til að komast loksins upp á þessa blessuðu Esju.

Ég að dragast afturúr?


Kom þessi góða vindhviða í miðri myndatöku.