Thursday, March 26, 2009

Utsyni?

Tegar thett er byggt er utsynid naesta hus.

Sunday, March 15, 2009

Heim til Niigata

Ég er farin heim til Niigata í fríinu mínu í svona 1-2 vikur. Hlakka til! Allavega 7 tíma rútuferðar virði! Það er bara svo næs að vera með þeim og svo fæ ég líka að hitta litlu sætu frænku mína hana Rísu sem á lítið systkini á leiðinni :)

Gangan upp á Takao

Þegar ég fór í fjallgönguna um daginn þá fannst strákunum sem plönuðu ferðina mjög sniðug hugmynd að taka með sér borð upp á fjallið. Lágt japanskt borð (kotatsu).

Við hjóluðum fyrst á lestarstöðina.  


Tókum lest í um klukkutíma 


Og lögðum svo af stað upp fjallið 


Svo lentu allir í að þurfa að bera einhvern hluta leiðarinnar.. þessir strákar hnuss! 


Gáfu okkur allavega mandarínur í stoppunum okkar 


450 ára gamalt tré 


Mikið um tröppur dauðans á leiðinni 


Eftir tveggja tíma labb komumst við loks á toppinn. (Þar sem var auðvitað veitingastaður og sjálfsalar) og skelltum upp borðinu 


Nestiii 


Þetta vakti vægast sagt athygli.
Svo var bara að klöngrast aftur niður með þetta blessaða borð. 

Strákarnir sönnuðu svo karlmennsku sína með því að baða sig í ísköldum læk.

Friday, March 13, 2009

Útsýni


Fór í smá fjallgöngu í gær og fékk þetta fína útsýn yfir Fuji-san. 

Wednesday, March 04, 2009

Bækur


Það eru ýmsir athyglisverðir bókatitlar á bókasafninu.  

Monday, March 02, 2009

OH YES I DID! :)


fleiri myndir á feisinu ;) 

Japanska


Fannst fyrirsögnin eiginlega japanska í hnotskurn:) 

Sunday, March 01, 2009

Vorfrííí!

Jæææja, ég er komin í vorfrí þangað til 10.apríl! Er mjöög fegin að þessi önn er búin, þar sem hún var frekar strembinn og maður orðinn svoldið lúinn.
Ég á engan pening til að ferðast neitt en fjárhagurinn er samt orðinn talsvert betri og get ég nú leyft mér hluti aftur:) Held ég hafi aaaldrei verið jafn fátæk eins og núna í janúar og febrúar, ömurlegt alveg hreint. En ég náði allavega að ná endum saman þónokkurn veginn með því að gera gott budget og fylgja því, en það sem var verst að það var alltaf svo lítill peningur fyrir mat og ég át alltaf sama fokking draslið úr 99 kr búðinni og ég var aðallega vansæl yfir því að geta ekki borðað það sem ég vildi og ég þurfti meira að segja að hætta að drekka kók því ég átti ekki fyrir því!
Þegar ég stóð sjálfa mig að því að stela hárnæringu frá herbergisfélögum mínum til skiptis í heila viku var ég alvarlega farin að íhuga að raka af mér hárið því það er stórkostlegur peningur sem sparast við það að þurfa ekki að kaupa sjampó, næringu og gel! þetta eru alveg þúsundkallar!
En þetta er semsagt komið í lag, náði líka að gera díl við alþjóðaskrifstofuna útaf leigunni sem ég þarf að greiða fyrir seinustu 4 mánuðina þannig allt er GÚDDÍGÚDDÍ!:)

En í fríinu ætla ég mér aðallega að væflast um Tokyo og helst borða mikið af góðum mat hvenær sem gefst tækifæri til! ;)

Ég er bara búin að vera í prófum og verkefnaskilum síðustu vikur þannig ég hef ekki verið mikið að stússa og taka myndir nema það að þann 24.feb átti Debra afmæli og fórum við einmitt út að borða af því tilefni:)

Fengum okkur laaaangt hvítlauksbrauð í forrétt, vorum svo hungraðar að við vorum búnar að rífa í okkur allt brauðið en það var eins langt og hendurnar henna gefa til kynna. 


Í forrétt fengum við okkur einnig maríneraðan kolkrabba sem var einkar góður og alltaf jafn skemmtilegur undir tönn 


Ég fékk mér smokkfisksbleks pasta(? þetta var allavega eitthvað smokkfisksdót) Mjög gott en sóðalegt og mæli ég með að vera í svörtum fötum við neyslu þess og allsekki panta það á deiti hehe.. 


Debra fékk sér kjúlla á teini 


Góðar pósur hjá okkur 


Svo fengum við vagna drauma okkar að borðinu eða KÖKUvagninn þar sem við völdum 3 gerðir af kökum hvor. 


Ég fékk mér belgíska súkkulaðiköku (kökuvagnsdaman föndraði þessi sætu hjörtu á diskinn minn) 


og fjólubláa sweet potato köku og rjómakaramelluköku. 


Sneiðarnar voru í raun pínu litlar hehe en alveg fullkominn skammtur. 


delisssjösss