Þegar ég fór í fjallgönguna um daginn þá fannst strákunum sem plönuðu ferðina mjög sniðug hugmynd að taka með sér borð upp á fjallið. Lágt japanskt borð (kotatsu).

Við hjóluðum fyrst á lestarstöðina.

Tókum lest í um klukkutíma

Og lögðum svo af stað upp fjallið

Svo lentu allir í að þurfa að bera einhvern hluta leiðarinnar.. þessir strákar hnuss!

Gáfu okkur allavega mandarínur í stoppunum okkar

450 ára gamalt tré

Mikið um tröppur dauðans á leiðinni

Eftir tveggja tíma labb komumst við loks á toppinn. (Þar sem var auðvitað veitingastaður og sjálfsalar) og skelltum upp borðinu

Nestiii

Þetta vakti vægast sagt athygli.
Svo var bara að klöngrast aftur niður með þetta blessaða borð.
Strákarnir sönnuðu svo karlmennsku sína með því að baða sig í ísköldum læk.
1 comment:
ok hehe þetta myndband er soldið eins og þú sért að taka þetta útí runna eikkvursstaðar ;)
Post a Comment