Sunday, August 31, 2008

cokacola

 


Sko..kók er hollt, vítamín og allt...

Hamagangur í háloftunum

(ætlaði að pósta þessu á hótelinu í London og svo nennti ég ekki í afgreiðsluna til að kaupa netaðgang, anyways...)

Ég svaf ekkert nóttina fyrir flugið mitt sem var kl 7:50.
Um leið og ég settist í sætið mitt í vélinni steinsofnaði ég og rétt rumskaði þegar flugvélin fór í loftið.

Mig var að dreyma einhver ósköp þegar alltí einu rumska ég við að eitthvað er að hreyfast við lappirnar á mér, ég kippti mér ekkert upp við það enda hálfsofandi en glaðvaknaði þegar ég fann HENDI GRÍPA um öklann á mér!
Ég stirðnaði öll upp og gat varla opnað augun því ég hafði verið of þreytt til að taka linsurnar úr mér og leit niður og sá þá svartan koll! og svo leit upp lítið asískt andlit!!.. mér leið eins og ég væri í einhverri japanskri horrormynd með krípí börnum, en þetta var ekkert krípí barn. Heldur pínulítið barn með snuð í hvítum samfesting. Mér brá svo gífurlega að ég öskraði JIIII... (já... ég öskraði jiii eins asnalegt og það er). Þarna var ég orðin heldur betur rugluð og sat bara og starði ákrakkann blikkandi eins og ég veit ekki hvað því augun voru svo þurr... þá sneri konan fyrir framan mig sér við og var flissandi og hlæjandi og benti á krakkann og sagði eitthvað við örugglega manninn sinn sem fór að flissa líka. Ég eitthvað .. ööö já.. krakkinn ykkar ? og fór að reyna að ná krakkanum upp af gólfinu sem var ekkert auðvelt þar sem hann var í kuðli undir sætinu, og vá hvað mér leið eins og ég væri að fara að slíta krakkann.. pínulítið og létt grey. En já ég náði honum upp af gólfinu og sat svo þarna með pínulítinn krakka í fanginu sem var skælbrosandi með snuðið sitt, what?!? Svo fór ég að troða krakkanum yfir sætið yfir til flissandi foreldranna sem gékk frekar brösulega en hafðist þó að lokum....Þetta var vægast sagt mjög spes alltsaman...

Wednesday, August 13, 2008

Hvalaskoðun

Þegar maður sér myndir frá hvalaskoðunum sér maður alltaf einhverjar svaka myndir eins og þessa:
Eða þessa hér:
Þetta er aftur á móti myndin sem ég náði:

 

Sunday, August 03, 2008

Sól og sumar

Við Freyja flúðum skýin í rvk og fórum í brakandi sumarblíðu á Þingvöllum.