Monday, July 30, 2007

Shanghai


Lestin til Shanghai  


Við Oriental Pearl TV Tower  


Næturútsýn yfir Shanghai 

 

Símadoppurnar! 

 

 


Í slömminu í Shanghai þar sem verið var að rífa hús 

Góð auglýsingaaðferð 

 

 

 

Friday, July 27, 2007

Skrautskrift

Fengum leiðsögn í kínverskri skrautskrift og fengum að æfa okkur í að skrifa kommur og strik.

Sólrún náði töktunum strax 100% 


Heiti og tækni útskýrð 


Þessar stúlkur geta aldrei tekið neitt alvarlega 


Nýttum okkur svo kínverskukunnáttu okkar til að skrifa eitthvað "fyndið" á töfluna 

Thursday, July 26, 2007

Harborland

Skelltum okkur í skemmtigarðinn Harborland hér í Ningbo.

Mega spenntar 


Það var ekki mikið um fólk í þessum garði... kannski ekki skrítið í 40 stiga hita
 


Freyja fékk langþráða löngun sína um að skoppa um í kúlu útá vatni uppfyllta. 


Rússíbaninn sem hafði heillað okkur og stóð fyllilega undir væntingum 

 

Tuesday, July 24, 2007

Sól og sumar

Fórum eftir skóla í dag í rómantíska ferð í fallegan garð hér í Ningbo. Sólin skein og brosti við okkur og falleg fiðrildi flögruðu um í kringum okkur eins og þau væru að bjóða okkur velkomin. Litlar kanínur skoppuðu á milli trjánna og lítill bambi hjúfraði sig upp að mömmu sinni sem nartaði ástúðlega í eyra hans.
Já eða svona næstum, við fórum aftur á móti í súper hardcore ferð út á vatn í SVANAbát sem var geggjað.
 +
Stúlkurnar að njóta garðsins og glenna sig

 
Við Freyja kunnum að vera væmnar

 
Maður þurfti sko að púla fyrir ferðinni, brenna nokkrum kaloríum sko...

 
Ég og Svanurinn, lagði mig í lífsháska fyrir þessa myndatöku.
 
Urðum mjög hungraðar eftir öll átökin svo stefnan var tekin á kóreskan BBQ veitingastað sem býður upp á all you can eat sem er eitthvað sem við látum ekki fram hjá okkur fara.

 
All you can eat kallar fram bros á hvers manns varir

 

 
Ég að gera það sem ég kann best

Monday, July 23, 2007

Freyjumyndir

Freyja gerði albúm með samansafni af nokkrum af Kínamyndunum okkar hér
Og ef ég fæ engin komment þá nenni ég þessu ekki og læt verða af því að deyja af ofáti eins og allt stefnir í... helvítis búffei...

Langar þér í eitthvað frískandi??

Afhverju ekki að fá sér natural and cool gúrkusnakk??


Sunday, July 22, 2007

Sólrún hetja!

Sólrún fær klárlega hetjuverðlaunin þessa helgina því stúlkan sem borðar ekki fisk sást prufa að borða bæði krabba og humar og jafnvel að fiskisúpa hafi flotið með. Og hún fékk sér meira að segja aftur!
Við erum stoltar af þér Sólrún!
 

 

Ferð til Putuo fjalls

20.júlí
Þessa helgina fórum við ásamt einum kennara okkar í tveggja daga ferð til eyja í nágrenninu. Við komum til Zhoushan eyju á föstudeginum þar sem foreldrar hennar búa og bauð pabbi hennar okkur út að borða við hafnarbakkann.

 
Nóg af stöðum til að velja úr

 
Þetta er besti staðurinn að sögn pabba hennar og þá er bara að velja hvað á að fá sér.

 
Fengum 15 rétti!

 

 

Putou fjallið - dagur 2

21.júlí
Fórum með bát út í Putuo eyju og tókum kláf upp á topp sem er um 300 metra yfir sjávarmáli.
 
Mjög sveitt mynd enda 37 stiga hiti!

 
Við Huiji hof sem er eitt af þremur stærstu hofunum á eynni.

 

 
Puji hof sem er líka eitt af þremur stærstu hofunum.

 

 

 
Þetta er síðan um 1300... eða var það 1300 ára gamalt?...allavega..

 

Hér er verið að þurrka einhvern þara sem er síðan notaður í súpur. Mjög girnilegt þar sem þetta liggur þarna á gangstéttinni hjá ruslinu.

 
Hér er búið að skrifa táknið "hjarta" í steininn, þarna var mikið af fólki búið að seja lása með nöfnunum á sér og elskunni sinni fyrir ást að eilífu ooooo... Hérna vorum við næstum dánar af hita.

 
Ákváðum að labba niður fjallið fyrir stemmninguna (sólstingurinn tók greinilega völdin) og röltum við niður þessi 1060 þrep hressar í bragði...

 
Fórum svo aftur til Zhoushan eyju þar sem við kíktum aðeins í bæinn

 

og fórum svo á uppáhalds veitingastaðinn hennar sem bauð upp á frekar sterkan mat en mega góðan.

Dagur 3 - Zhujiajian eyja

Hægt að keyra út í þessa eyju yfir 2.7 km brú og er mikið af góðu baðströndum á henni.
Við skelltum okkur á ströndina og sulluðum í kyrrahafinu og vorum bara um 2 tíma á ströndinni en hefðum viljað vera miklu lengur. Kannski eins gott að við vorum ekki lengur því við erum allar frekar brenndar og skorpnar eftir þessa ferð.
 

 

 
Ég og Sólrún að baða okkur í Kyrrahafinu