Sunday, July 22, 2007

Putou fjallið - dagur 2

21.júlí
Fórum með bát út í Putuo eyju og tókum kláf upp á topp sem er um 300 metra yfir sjávarmáli.
 
Mjög sveitt mynd enda 37 stiga hiti!

 
Við Huiji hof sem er eitt af þremur stærstu hofunum á eynni.

 

 
Puji hof sem er líka eitt af þremur stærstu hofunum.

 

 

 
Þetta er síðan um 1300... eða var það 1300 ára gamalt?...allavega..

 

Hér er verið að þurrka einhvern þara sem er síðan notaður í súpur. Mjög girnilegt þar sem þetta liggur þarna á gangstéttinni hjá ruslinu.

 
Hér er búið að skrifa táknið "hjarta" í steininn, þarna var mikið af fólki búið að seja lása með nöfnunum á sér og elskunni sinni fyrir ást að eilífu ooooo... Hérna vorum við næstum dánar af hita.

 
Ákváðum að labba niður fjallið fyrir stemmninguna (sólstingurinn tók greinilega völdin) og röltum við niður þessi 1060 þrep hressar í bragði...

 
Fórum svo aftur til Zhoushan eyju þar sem við kíktum aðeins í bæinn

 

og fórum svo á uppáhalds veitingastaðinn hennar sem bauð upp á frekar sterkan mat en mega góðan.

No comments: