Monday, September 29, 2008

áhugaverðar myndir


Sá Ponyo (Gake no ue no Ponyo) í bíó í seinustu viku, sem er 9unda mynd Miyazaki Hayao. Þetta er frekar einföld, hugljúf og falleg mynd um 5 ára strák sem bjargar lítilli fiskistelpu sem dreymir um að verða mennsk. Svona litla hafmeyjan saga. Það er ekki notast við tölvugrafík í þessari mynd heldur er hún handteiknuð og notaðir vatnslitir og vaxlitir meðal annars. Það kannski gefur henni meira barnslegra og saklausara yfirborð.
 


Önnur mynd sem ég horfði á um daginn er síðan 2007 og heitir Ten ten eða, Adrift in Tokyo. Hún er basically um háskólanema sem er í skuld og furðulega gönguferð sem hann fer í með handrukkara til að endurgreiða skuldina. Þeir hitta ótrúlega marga furðulega steikta karaktera sem eru rosalega japanskir þó þeir séu samt frekar ýktir á meðan þeir þræða götur Tokyo. Mjög skemmtileg mynd og með góðum leikurum.  


Odagiri Jó leikur ólukkulega háskólanemann sem ég varð einmitt ástfangin af eftir myndina Shinobi (2005) bæði góður leikari og einkar myndarlegur Japani;) 


Shinobi er um stríð milli tveggja "ættbálka", forboðna ást og með flottum bardagasenum og fleira. 

Saturday, September 27, 2008

Shabu shabu

 

 

 

Fór á all you can eat Shabu-shabu veitingastað, endaði á að borða hálfa belju og örugglega heilan grís... og hefði getað dáið hamingjusöm þetta kvöld.
Shabu-shabu er þegar þunnt skorið kjöt er soðið í seyði í potti á miðju borðinu. Einnig er sett grænmeti og t.d. tofu útí. Það er gott að dýfa kjötinu svo ofan í hrátt egg og borða það með td hrísgrjónum. GOOD STUFF!

Friday, September 26, 2008

1MD partý

1 Mens dorm var með partý og vá hvað það fór alveg fram úr mínum væntingum. Snilldarhugmynd að partýi. Það var 500 yen í aðgangseyri (450 kr) og þá fékk maður hvítan bol, glowstick og frían drykk. Þeir voru búnir að klæða heimavistina sína að innan með svörtum tjöldum og settu útfjólubláar perur í öll ljós þannig allir lýstu í myrkrinu. Þá gat maður krotað á aðra með yfirstrikunarpennum sem voru útum allt.
 

 

 

 


Hér er vídjó af hressum gaur sem ákvað að sýna listir sínar í flöskuþeytingum:

Thursday, September 25, 2008

Wednesday, September 24, 2008

Tokyo Crossover Jazz Festival


Þar sem var frí á þriðjudaginn þá fór ég á mánudaginn á Tokyo Crossover Jazz Festival. Það var ótrúlega skemmtilegt. Þetta var haldið á risastórum klúbb sem heitir Ageha og á 5 sviðum. Þetta var frekar flottur staður og meira segja með svölum þar sem var lítil sundlaug og útsýni yfir höfnina, mega fancy;) 

 


Það voru bæði japanskir og erlendir listamenn, bæði Dj-ar og hljómsveitir. En já ætla að setja inn þá sem ég sá og fannst skemmtilegir ef einhver hefur áhuga.




Jazztronik (Japan)
http://www.myspace.com/Jazztronik




DJ Kawazaki (Japan
http://www.myspace.com/djkawasaki



Recloose (New Zealand, Detroit)
http://www.myspace.com/mattchicoine


Alexander Barck (Germany)


Gilles Peterson (UK)
http://www.myspace.com/gillespeterson


Tortured Soul (USA) (Þeir voru fáránlega skemmtilegir)
http://www.myspace.com/torturedsoul

Þegar ein hljómsveitin gargaði "Can I hear you TOKYO!" og allir trylltust í salnum þá fékk ég alveg gæsahúð og fékk svona hey ég ER í Japan móment;)

Tuesday, September 23, 2008

*grát*


Þessi skepna beið mín í glugganum í morgun... og hún er INNÁ flugnanetinu! Ég ætla aaaldrei aftur að opna gluggann undir neinum kringumstæðum! :( 

Sunday, September 21, 2008

Nutella

 

Z átti afmæli og fékk 5 kg nutella sent frá fjölskyldu sinni! Ég er glöð að við erum vinkonur hehe:)

Typhoon, jarðskjálfti og árekstur.. helgin í hnotskurn

Það var sett upp storm viðvörun niðrí anddyri, og ég var frekar hissa því venjulega er það eina sem fylgir typhoonum hér sterkur vindur og rigning. Þrettándi typhoon ársins var að lokum ekkert öðruvísi og gékk yfir með rigningu..
 
Fannst þessi tilkynning aðeins of extreme. Ég og Nicole lentum í hellidembu á leiðinni heim frá para-para fundinum og vorum algjörlega gegndrepa. Það var mjög hlýtt úti og rigndi alveg hlussudropum þannig þetta var frekar þægilegt en eitthvað annað. Þegar ég kom inn samt rennandi blaut fékk ég nokkur "baka" komment.. enda algjör vitleysa að vera úti að hjóla í þessari hellidembu!
 

Svo þegar ég og Debra skruppum saman út í búð á laugardeginum keyrir bíll allt í einu á mig þegar ég er að hjóla yfir götu... Debra var hjólandi fyrir framan mig og við í fullum rétti. Fyndið hvernig hlutir virðast stundum gerast í slow motion.. ég man ég horfði á bílinn koma og ég hugsaði "hann er ekkert að fara að stoppa" áður en hann actually bremsaði og klessti svo á mig. Hann klessti allsekki á mig af miklum krafti þar sem hann var byrjaður að bremsa og hitti sem betur fer bara aftara dekkið en ekki mig sjálfa. Mér brá náttla frekar mikið og sé svo að þetta er líkbíll og hurðin á bílnum er rifin upp og út kom þéttur, snoðaður japani í jakkafötum. Ég hugsaði bara ónó... En hann var alveg miður sín og var guðslifandi fegin að ég var alveg heil, og ég sem var með áhyggjur af bílnum og hvort ég þyrfti að borga eitthvað ef hann væri beyglaður!

Í morgun vaknaði ég svo um 7 leytið við jarðskjálfta.. hann var samt frekar lítill, 3 á richter. En hrisstist kannski meira þar sem maður er á 4ðu hæð. Væri áhugavert að upplifa það að vera á þrítugustu hæð einhversstaðar í jarðskjálfta.. ja ekki einhversstaðar ég myndi vilja vera í háhýsi í Japan. Og áhugavert væri kannski ekki það fyrsta sem ég myndi hugsa því ég er dauðhrædd við svona náttúruöfl.. meika ekki hluti eins og þrumur og eldingar og jarðskjálfta.. Huti sem maður hefur svo allsenga stjórn á.
Þetta var úber dramatísk fyrirsögn miðað við hvað ekkert af þessu var neitt neitt.

Friday, September 19, 2008

Para-para

Jæja ég held ég sé búin að velja hvaða klúbb ég vil taka þátt í í skólanum.
Ég ætla að vera í para-para klúbbnum! múhaha (hvað er para-para?) Para-para er partur af nútíma japanskri menningu og hví ekki að kynnast því betur segi ég nú bara:)

Það var nomikai (drinking party) með para-para meðlimum og fólki sem er að sýna áhuga á að taka þátt og ég og Nicole ákváðum að skella okkur saman.
Fólk sem dansar para-para er aðeins flippaðra í útliti en hinn venjulegi japani. Stórt hár, dökk húð og glingur og glamúr eru nokkur orð til að lýsa þeim. (Ganguro gyaru) Stereótýpan er sú að þetta sé fólk sem nenni ekki að vinna, sé heimskt og uppreisnargjarnt.
Fólkið í hópnum í skólanum passar allsekki í þann hóp, enda háskólafólk og með vinalegasta fólki sem ég hef hitt. Einn strákurinn var td fjórða árs stjórnmálafræðinemi (stjórnandi hópsins) , annar var að læra alþjóðaviðskipti og hafði stór plön um framtíðina.. að vísu var eitt af þeim plönum að kynna para-para fyrir heiminum en anyways... hann vildi allavega gera eitthvað skemmtilegt og njóta háskólaáranna í botn eins og flestir áður en alvara lífsins tekur við...


Stórt hár ha? Hann segir að það taki um klukkutíma að gera hárið tilbúið.. en það er með sturtutíma. Svo þarf að blása það, túbera og slétta:)  

 

 

 


En þar sem þetta var nomikai þá var mikið um áhugaverða drykkjuleiki og áskoranir.
T.d. er venja að hella ekki í sitt eigið glas, heldur hellir alltaf einhver annar í glasið þitt, en ef einhver tók upp flösku td til að hella í glas hjá öðrum og einhver fór að hrópa nafnið hans þá þurfti sá og hinn sami að teyga allan afganginn úr flöskunni sem hann tók upp. Einnig þurfti fólk stundum að þamba úr glasinu sínu og úr þeim glösum sem því var rétt á meðan fólk hvetur manneskjuna áfram og kallar númer hvað glasið sem verið er að drekka úr er.
Hér er eitt sýnishorn:



Nomikaið var frá 8 til um 11 og þá var nú eitthvað fólk sem hélt áfram en flestir fóru heim eða að fá sér núðlusúpu áður en það færi heim. Ég og Nicole hjóluðum bara heim glaðar í bragði. Þetta var allavega skemmtilegt og áhugavert kvöld.

Thursday, September 18, 2008

Wasa-beef


Nýja uppáhaldssnakkið mitt, með wasabi-beef bragði! 

 

Tuesday, September 16, 2008

Svín


Hélt að þessi myndu gera lærdóminn skemmtilegri 


En þegar ég stóð mig að því að vera að leika lítið leikrit með svínunum mínum þá sá ég að þau voru ekki að hjálpa... 

Monday, September 15, 2008

Thursday, September 11, 2008

Heilsa og stíflaðar æðar

Eins árs nemarnir voru allir sendir í heilsuskoðun í dag.. þar fóru næstum 2 klukkutímar af lífi mínu sem ég sé eftir.
Það sem bætti þetta svo sannarlega upp var þetta skilti sem var búið að hengja upp á búningsklefann.

Í hvaða átt er vestur hérna?? 

Ég fór svo og fékk mér ramen í kvöldmat, gúúddshettt! Hægt að velja um margar tegundir af þeim náttla og ég fíla best að hafa súpuna feita og löðrandi valdi það. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum! Þetta er með svínakjöti og hvíta jukkið sem er í súpunni er fita...NJOMM!
 

Tuesday, September 09, 2008

Sunday, September 07, 2008

Invisible, deadly, stylish!

Á morgun byrjar skólinn... og það er venja að nýbúar í vistunum hér séu í búningum í skólanum alla fyrstu vikuna og svo er haldin sýning frá hverri vist fyrir sig.
Við ætlum að vera með atriði sem er svona dance-battle milli ninja og múmmía. Það verður ofsafengið! heheh...

 Við vorum áðan að mixa búningana okkar og búa til "vopn" og þess slags, ég er sko ninja... held ég taki þokkalega t-shirt ninja á þetta.

 
Mætti í messu í morgun...bara því það var einhver spes welcome messa... svo sagði Yukari mér í gær að hún væri kristin. Fáir japanir sem eru kristnir og mín reynsla hefur verið sú að þeir eru meira en lítið skrítnir, en Yukari er allsekkert skrítin. Þannig það er gott að hún er að ná að eyða ranghugmyndum mínum um kristna japani.

 

 
Nýnemar sem mættu fengu allir rós

 

 
Ég og Yukari fyrir framan strákavist, vistin mín er inn göngustíginn fyrir aftan okkur.

 
Corrie er aftur á móti mjög kristin og biður t.d. bænir áður en hún borðar. Ég fattaði ekki hvað hún var að gera í fyrsta skipti og spurði hvort væri ekki allt í lagi.. oh eyrún...

En já, þetta var ekki spennandi og held ég vakni ekki snemma á sunnudögum til að fara í kirkju framvegis!

Saturday, September 06, 2008

Síminn minn

Þetta er fyrir símanördana mína.
Þetta er semsagt síminn minn
 
Fannst hann svo boring að framan að ég reyndi að pimpa hann upp með límmiðum... smá haustþema í gangi hérna.

 
Finnst hann allavega mjög töff á litinn á bakhliðinni

 
Sést ekki en það er bleikt glimmer í tökkunum hehe...
ooog ég er ánægð með þemað, gat sett inn klukkuna í Tokyo og Reykjavík og svo færist myndin á milli Íslands og Japan... ooo en töff ;)

Shinjuku

Nokkrar myndir hér

Friday, September 05, 2008

Rætíó

Í dag fóru fram skráningar í tímana sem við tökum. Það var nú það fáránlegasta sem ég hef gert. Aðallega því þetta var gert svo ótrúlega flókið og asnalegt.
Skráning byrjaði kl 9 og bara hægt að gera það í tölvum í skólanum, svo að það voru raðir dauðans eftir göngunum að tölvustofunum jafnvel fyrir 9.
Svo þurfti maður að skrá sig inn og velja tíma sem maður ætlaði að taka og prenta út staðfestingarblað. Svo þurfti maður að finna lista með nemendanúmerinu sínu til að sjá hver umsjónarkennarinn manns var og fara á skrifstofuna hans (í allt annarri byggingu) og fá hann til að skrifa undir blaðið og fara svo með blaðið til baka og þar var það skannað inn og staðfest. Já.. þetta hefði allavega getað verið auðveldara.

Síðustu 3 kvöld hafa verið haldin kvöld á vistinni fyrir aðrar vistir, og fáum við aðra vist í heimsókn á hverju kvöldi til að við minglum og kynnumst aðeins. Það er mjög fínt því hin vistin kemur með mat og maður sleppur við að elda:) Svo förum við í einhverja leiki og spjöllum aðeins saman. Þetta er frekar næs, en ég er komin með nett ógeð á að kynna mig, Jikkoshokai er orð sem ég er farin að fá grænar bólur þegar ég heyri. Þá er semsagt tími til að allir kynni sig. Maður er eeendalaust að því hér auðvitað.

 
Vistarkvöld í gær
 
Ég með Yukari, sæta unitfélaganum mínum og Z frá Ítalíu (Heitir Elisa)


 

Ég og Corrie frá Kanada.

 

Þau eru í leik hér, ég varð bara að sýna hvað hinn unitfélaginn minn er lítil! Algjört krútt!

Á morgun ætla ég með nokkrum af vistinni til Shinjuku og fá smá Tokyostemmningu beint í æð. Kampusinn er ekkert smá æðislegur. Hann er frekar stór og mikið pláss á honum, mikið af grænu og hellingur af trjám. Vistin okkar er meira að segja eiginlega inni í skógi. Svo það er frábært að vera í Tokyo en samt er næsta nágrenni svona en bara 30 mín með lest inn í busybusy Tokyo.
Hendi inn myndum við tækifæri af kampusnum;)