Sunday, September 07, 2008

Mætti í messu í morgun...bara því það var einhver spes welcome messa... svo sagði Yukari mér í gær að hún væri kristin. Fáir japanir sem eru kristnir og mín reynsla hefur verið sú að þeir eru meira en lítið skrítnir, en Yukari er allsekkert skrítin. Þannig það er gott að hún er að ná að eyða ranghugmyndum mínum um kristna japani.

 

 
Nýnemar sem mættu fengu allir rós

 

 
Ég og Yukari fyrir framan strákavist, vistin mín er inn göngustíginn fyrir aftan okkur.

 
Corrie er aftur á móti mjög kristin og biður t.d. bænir áður en hún borðar. Ég fattaði ekki hvað hún var að gera í fyrsta skipti og spurði hvort væri ekki allt í lagi.. oh eyrún...

En já, þetta var ekki spennandi og held ég vakni ekki snemma á sunnudögum til að fara í kirkju framvegis!

4 comments:

Ásthildur Sigurðardóttir said...

OMG það hefur greinilega eitthvað farið einhvers staðar úrskeiðis í kristilegu uppeldi þínu. Ekki gleyma að þú ert bæði skírð og fermd ! Og söngst líka í barnakirkjukór :)

Rannveig said...

Ég segi bara hvar eru skírnavottar þessa barns! hahaha.
Þetta lítur allt glæsilega út hjá þér og skemmtilegar allar myndirnar. Langar núna svakalega að heimsækja Tókíó alla vegna :)

Anonymous said...

Vottarnir eru frá oss farnir til himna þaðan sem þeir stjórna heppni þessarar stúlku, sem er ekki einleikin, því hún fær allt sem hún sækir um :)

Anonymous said...

Vottarnir eru frá oss farnir til himna þaðan sem þeir stjórna heppni þessarar stúlku, sem er ekki einleikin, því hún fær allt sem hún sækir um :)