Sunday, September 21, 2008

Typhoon, jarðskjálfti og árekstur.. helgin í hnotskurn

Það var sett upp storm viðvörun niðrí anddyri, og ég var frekar hissa því venjulega er það eina sem fylgir typhoonum hér sterkur vindur og rigning. Þrettándi typhoon ársins var að lokum ekkert öðruvísi og gékk yfir með rigningu..
 
Fannst þessi tilkynning aðeins of extreme. Ég og Nicole lentum í hellidembu á leiðinni heim frá para-para fundinum og vorum algjörlega gegndrepa. Það var mjög hlýtt úti og rigndi alveg hlussudropum þannig þetta var frekar þægilegt en eitthvað annað. Þegar ég kom inn samt rennandi blaut fékk ég nokkur "baka" komment.. enda algjör vitleysa að vera úti að hjóla í þessari hellidembu!
 

Svo þegar ég og Debra skruppum saman út í búð á laugardeginum keyrir bíll allt í einu á mig þegar ég er að hjóla yfir götu... Debra var hjólandi fyrir framan mig og við í fullum rétti. Fyndið hvernig hlutir virðast stundum gerast í slow motion.. ég man ég horfði á bílinn koma og ég hugsaði "hann er ekkert að fara að stoppa" áður en hann actually bremsaði og klessti svo á mig. Hann klessti allsekki á mig af miklum krafti þar sem hann var byrjaður að bremsa og hitti sem betur fer bara aftara dekkið en ekki mig sjálfa. Mér brá náttla frekar mikið og sé svo að þetta er líkbíll og hurðin á bílnum er rifin upp og út kom þéttur, snoðaður japani í jakkafötum. Ég hugsaði bara ónó... En hann var alveg miður sín og var guðslifandi fegin að ég var alveg heil, og ég sem var með áhyggjur af bílnum og hvort ég þyrfti að borga eitthvað ef hann væri beyglaður!

Í morgun vaknaði ég svo um 7 leytið við jarðskjálfta.. hann var samt frekar lítill, 3 á richter. En hrisstist kannski meira þar sem maður er á 4ðu hæð. Væri áhugavert að upplifa það að vera á þrítugustu hæð einhversstaðar í jarðskjálfta.. ja ekki einhversstaðar ég myndi vilja vera í háhýsi í Japan. Og áhugavert væri kannski ekki það fyrsta sem ég myndi hugsa því ég er dauðhrædd við svona náttúruöfl.. meika ekki hluti eins og þrumur og eldingar og jarðskjálfta.. Huti sem maður hefur svo allsenga stjórn á.
Þetta var úber dramatísk fyrirsögn miðað við hvað ekkert af þessu var neitt neitt.

3 comments:

Anonymous said...

Hvernig hljóma "baka" komment? Áttu þá að fara til baka... eða bara að baka... köku?

Þórunn said...

úff, drama helgi hjá þér! :)
Er annars í lagi með nýja fína hjólið þitt? -Hljómar frekar japanskt að ætla að biðijast afsökunar Haha.
Það sem stendur upp úr hjá mér um helgina er að gera tilraun með djúpsteikingapott (skólaverkefni) og dotta yfir Fools gold sem var alveg glötuð... Frekar dull e-ð.

Eyrun S said...

baka = kjáni, vitleysingur.. getur að vísu líka verið mjög móðgandi en fer eftir hver segir það og hvernig það er sagt.

jú hjólið er í lagi, beyglaðist oggupons brettið en ekkert sem hindrar mig í að þjóta áfram um eins og vindurinn á því.

"hljómar japanskt að ætla að biðjast afsökunar"???