Monday, September 29, 2008

áhugaverðar myndir


Sá Ponyo (Gake no ue no Ponyo) í bíó í seinustu viku, sem er 9unda mynd Miyazaki Hayao. Þetta er frekar einföld, hugljúf og falleg mynd um 5 ára strák sem bjargar lítilli fiskistelpu sem dreymir um að verða mennsk. Svona litla hafmeyjan saga. Það er ekki notast við tölvugrafík í þessari mynd heldur er hún handteiknuð og notaðir vatnslitir og vaxlitir meðal annars. Það kannski gefur henni meira barnslegra og saklausara yfirborð.
 


Önnur mynd sem ég horfði á um daginn er síðan 2007 og heitir Ten ten eða, Adrift in Tokyo. Hún er basically um háskólanema sem er í skuld og furðulega gönguferð sem hann fer í með handrukkara til að endurgreiða skuldina. Þeir hitta ótrúlega marga furðulega steikta karaktera sem eru rosalega japanskir þó þeir séu samt frekar ýktir á meðan þeir þræða götur Tokyo. Mjög skemmtileg mynd og með góðum leikurum.  


Odagiri Jó leikur ólukkulega háskólanemann sem ég varð einmitt ástfangin af eftir myndina Shinobi (2005) bæði góður leikari og einkar myndarlegur Japani;) 


Shinobi er um stríð milli tveggja "ættbálka", forboðna ást og með flottum bardagasenum og fleira. 

3 comments:

Bryndís said...

well hello mister Odagiri

Anonymous said...

Eina japanska myndin sem ég hef séð er mynd þar sem fullt af grunnskólakrökkum eru skildir eftir á eyju og þeir eiga að reyna að drepa alla hina... bara einn kemst af, annars eru allir sprengdir í loft upp. Ég held að ég hafi mjög ranga mynd af Japönum eftir áhorf þessarar myndar.

Eyrun S said...

já Battle Royale.. já þú þarft kannski að sjá eitthvað annað líka;)