Friday, September 19, 2008

Para-para

Jæja ég held ég sé búin að velja hvaða klúbb ég vil taka þátt í í skólanum.
Ég ætla að vera í para-para klúbbnum! múhaha (hvað er para-para?) Para-para er partur af nútíma japanskri menningu og hví ekki að kynnast því betur segi ég nú bara:)

Það var nomikai (drinking party) með para-para meðlimum og fólki sem er að sýna áhuga á að taka þátt og ég og Nicole ákváðum að skella okkur saman.
Fólk sem dansar para-para er aðeins flippaðra í útliti en hinn venjulegi japani. Stórt hár, dökk húð og glingur og glamúr eru nokkur orð til að lýsa þeim. (Ganguro gyaru) Stereótýpan er sú að þetta sé fólk sem nenni ekki að vinna, sé heimskt og uppreisnargjarnt.
Fólkið í hópnum í skólanum passar allsekki í þann hóp, enda háskólafólk og með vinalegasta fólki sem ég hef hitt. Einn strákurinn var td fjórða árs stjórnmálafræðinemi (stjórnandi hópsins) , annar var að læra alþjóðaviðskipti og hafði stór plön um framtíðina.. að vísu var eitt af þeim plönum að kynna para-para fyrir heiminum en anyways... hann vildi allavega gera eitthvað skemmtilegt og njóta háskólaáranna í botn eins og flestir áður en alvara lífsins tekur við...


Stórt hár ha? Hann segir að það taki um klukkutíma að gera hárið tilbúið.. en það er með sturtutíma. Svo þarf að blása það, túbera og slétta:)  

 

 

 


En þar sem þetta var nomikai þá var mikið um áhugaverða drykkjuleiki og áskoranir.
T.d. er venja að hella ekki í sitt eigið glas, heldur hellir alltaf einhver annar í glasið þitt, en ef einhver tók upp flösku td til að hella í glas hjá öðrum og einhver fór að hrópa nafnið hans þá þurfti sá og hinn sami að teyga allan afganginn úr flöskunni sem hann tók upp. Einnig þurfti fólk stundum að þamba úr glasinu sínu og úr þeim glösum sem því var rétt á meðan fólk hvetur manneskjuna áfram og kallar númer hvað glasið sem verið er að drekka úr er.
Hér er eitt sýnishorn:



Nomikaið var frá 8 til um 11 og þá var nú eitthvað fólk sem hélt áfram en flestir fóru heim eða að fá sér núðlusúpu áður en það færi heim. Ég og Nicole hjóluðum bara heim glaðar í bragði. Þetta var allavega skemmtilegt og áhugavert kvöld.

3 comments:

Signy said...

Vá þetta hár sko!!

Fór á youtube og tjekkaði á para para vídjóunum þar... SJÚKLEGA FYNDIÐ!! ég vil vídjó af ykkur dansa! :D

Hildur Jóna said...

vó.. var að youtube-a þetta líka og fékk bara upp þvílíkt eighties style freestyle í lélegri kantinum...

Signy said...

ohh pabbi hélt að þú værir komin í drykkjuklúbb... þessi foreldrar okkar eru nú stundum spes... :D