Friday, September 05, 2008

Rætíó

Í dag fóru fram skráningar í tímana sem við tökum. Það var nú það fáránlegasta sem ég hef gert. Aðallega því þetta var gert svo ótrúlega flókið og asnalegt.
Skráning byrjaði kl 9 og bara hægt að gera það í tölvum í skólanum, svo að það voru raðir dauðans eftir göngunum að tölvustofunum jafnvel fyrir 9.
Svo þurfti maður að skrá sig inn og velja tíma sem maður ætlaði að taka og prenta út staðfestingarblað. Svo þurfti maður að finna lista með nemendanúmerinu sínu til að sjá hver umsjónarkennarinn manns var og fara á skrifstofuna hans (í allt annarri byggingu) og fá hann til að skrifa undir blaðið og fara svo með blaðið til baka og þar var það skannað inn og staðfest. Já.. þetta hefði allavega getað verið auðveldara.

Síðustu 3 kvöld hafa verið haldin kvöld á vistinni fyrir aðrar vistir, og fáum við aðra vist í heimsókn á hverju kvöldi til að við minglum og kynnumst aðeins. Það er mjög fínt því hin vistin kemur með mat og maður sleppur við að elda:) Svo förum við í einhverja leiki og spjöllum aðeins saman. Þetta er frekar næs, en ég er komin með nett ógeð á að kynna mig, Jikkoshokai er orð sem ég er farin að fá grænar bólur þegar ég heyri. Þá er semsagt tími til að allir kynni sig. Maður er eeendalaust að því hér auðvitað.

 
Vistarkvöld í gær
 
Ég með Yukari, sæta unitfélaganum mínum og Z frá Ítalíu (Heitir Elisa)


 

Ég og Corrie frá Kanada.

 

Þau eru í leik hér, ég varð bara að sýna hvað hinn unitfélaginn minn er lítil! Algjört krútt!

Á morgun ætla ég með nokkrum af vistinni til Shinjuku og fá smá Tokyostemmningu beint í æð. Kampusinn er ekkert smá æðislegur. Hann er frekar stór og mikið pláss á honum, mikið af grænu og hellingur af trjám. Vistin okkar er meira að segja eiginlega inni í skógi. Svo það er frábært að vera í Tokyo en samt er næsta nágrenni svona en bara 30 mín með lest inn í busybusy Tokyo.
Hendi inn myndum við tækifæri af kampusnum;)

2 comments:

Þórunn said...

Hvað sem öllu kynningarveseni líður, því það finnur maður nú allstaðar... Shinjuku! Held ég verði að koma aftur til Tokyo á þessu ári! Össss sko.

Anonymous said...

Þessi mynd þarna er eins og Gög og Gokke!