Thursday, January 29, 2009

Svínkaling

Merkilegt hvað maður kemur sér alltaf til að byrja á einhverju sem manni hefur langað til að gera þegar maður er að fara í próf daginn eftir:)
Notaði tækifærið á miðvikudaginn og byrjaði á miðnætti að hekla lítið svín, kláraði alla hlutana á 2 og hálfum tíma og saumaði það svo saman daginn eftir. Og er það ekki sætt?? oooo er ekki krullaða skottið alveg til að deyja fyrir hahaha;)
Segi svona, annars er ég voða ánægð með litla greyið.. þarf að búa til vini handa því líka við annað gott tækifæri:)

 


oooo krúttað skottið! ;) (eða hvað kallast það á svínum?) 


Ég stolt með nýja afkvæmið 

Wednesday, January 28, 2009

Matarinnkaup


Hluti af matarinnkaupum vikunnar,
8 sneiðar af brauði = 99 yen
3 pakkar af núðlum = 99 yen
3 laukar (2vildu ekki vera með á mynd) = 99 yen
1/2 kálhaus = 99 yen
8 egg = 99 yen

samtals= uþb 500 yen

Og þar sem ég get eytt 1200 yenum á viku í matarinnkaup, þakka ég guði fyrir 99 kr búðina! :) 

Tuesday, January 27, 2009

suuuund!

Jeiii ég fór loksins í fyrsta skipti í sund síðan ég kom hingað... og ekki búið að taka mig nema hálft ár! góð Eyrún!
Sundlaugin er auk þess í næsta húsi! haha...
En hey það er samt auðveldara en að segja það að komast í þessa blessuðu laug!
Í fyrsta lagi var að fá að vita hvar þessi blessaða laug væri. Eftir smá fyrirgrennslan og leit á skólasíðunni komst ég að því að hún er bara í næsta húsi liggur við.. maður er svona 3 mín að labba þangað. Ég gerði tvær heiðarlegar tilraunir til að fara þangað og athuga með opnunartíma og annað, en kom annað hvort að lokuðum dyrum eða það galopnum að ég var alltí einu komin inní búningsklefana og ekki sála neinsstaðar(það var krípí!) Aftur fór ég á skólaheimasíðuna og eftir ítarlega leit fann ég loksins opnunartíma skólalaugarinnar og var mjög hissa að uppgötva að þá daga sem hún er opin þá er hún aðeins opin frá 17:50 til 18:40, og mismunandi eftir viku hvaða daga var opið og hvaða var lokað þannig ég prentaði út dagskrána.
Ég ákvað að fara aftur út í laug svo í vikunni og athuga hvort einhver væri nú við og þá loksins hitti ég á konu sem útskýrði fyrir mér að ég þyrfti að útbúa kort sem nemandi skólans sem kostaði ekkert og þyrfti að sýna það þegar ég kæmi í sund en það kostaði 100 yen svo í hvert skipti (150 kr). En þá þurfti ég semsagt að hlaupa heim aftur og ná í passamynd sem ég átti sem betur fer og fara svo í enn aðra byggingu þar sem yfiríþróttaskrifstofudóterí er og sækja um kortið. Þar var einkar viðkunnalegur kall sem sagði hann gæti bara reddað kortinu á innan við hálftíma svo ég kæmist nú í sund sama dag. En hann sagði mér þá að til að borga þessi 100yen í hvert skipti þyrfti ég að kaupa 100 yena miða í þartilgerðri miðavél sem er á bókasafninu og í aðalbyggingunni. Ok... ég hoppaði á bókasafnið og keypti nokkra miða og fór svo heim og náði í sunddótið og náði svo í kortið og gat þá loooksins farið í sundið.

Sundkortið góða 


100 yena miðinn 

Það voru nokkrar stelpur í klefanum en klefinn er sameiginlegur íþróttahúsinu og virtust þær allar að vera að fara á einhverjar klúbbaæfingar og engin í sund og ég sem hafði vonast til að það væri einhver þarna sem ég gæti "hermt" eftir. Td var ég ekki viss um hvort fólk væri alveg að meika það að maður klæddi sig bara úr öllu fyrir framan alla (stundum eru þartilgerðir skiptiklefar í sundlaugum) og hvar maður geymdi nú handklæðið og svona. En jæja, stelpurnar hurfu fljótt þannig ég reif mig bara úr fötunum og fór í sturtu, þá var samt frekar asnalegt að þurfa að vera með kortið og 100 yena miðann því það var enginn staður til að setja það neinsstaðar og vinalegi íþróttaskrifstofugaurinn hafði sagt mér að ég ætti að fara með það að lauginni sjálfri.
Fór ég svo að lauginni og þá var enginn þar nema tvær konur við sitthvorn bakkann sem virtust vera svona lifeguards og svo maður sem sat við borð. Ég gékk upp að honum með blautan 100 yena miðann og hann tók miðann og lagði kortið mitt á borðið og lét mig fá gult band með númeri á í staðinn... (sem ég sá nú ekki alveg tilganginn í en já maður er hættur að nenna að pæla í afhverju sumt er eins og það er hér!)
Þetta var hin fína 25 metra laug, með 5 brautum. Tvær brautir voru sérstaklega merktar sem einstefna í sitthvora áttina (again.. nenni ekki að pæla í því) en hinar voru ekkert merktar þannig ég skellti mér bara útí. Helmingur af lauginni er mjööög djúpur þar sem það er köfunarklúbbur víst í skólanum sem æfir í lauginni.
Stuttu seinna komu svo 5 strákar í laugina, þannig ég var sem betur fer ekki alein lengur í lauginni með 3 manneskjur á bakkanum starandi á mig hehe.
Ég hafði einmitt verið hrædd um að það yrði mikið af fólki fyrst laugin er opin svona takmarkað en núna velti ég því fyrir mér að kannski er opið svona takmarkað því það koma svo fáir og kannski koma svona fáir því þetta er SVO MIKIÐ MÁL! HAHA!
En þetta var æði og ég stefni á að komast svona þrisvar í viku í sund og gott að þetta sé þá bara alltaf á ákveðnum tíma:)

En já annað sem þarf að gera til að mega synda í lauginni er að vera með sundhettu! og JÁ ÉG GET TROÐIÐ ÖLLU HÁRINU Á MÉR Í HETTUNA hehe:)


PROOF 



OVER AND OUT! :) 

Saturday, January 24, 2009

læri læri tækifæri


sumir laugardagar eru bara blaaahh...  

Thursday, January 22, 2009

Moshi moshi umeboshi!!

Hólí makkaróní,
ok kennararnir mínir mega eiga það að verkefnin sem við fáum eru mjög fjölbreytt og eru virkilega að reyna á allar hliðar japönskugetu okkar, að skrifa, lesa, hlusta og tala.
Eitt af því mikilvægasta er einmitt að tala.. taaaalaaa... þó maður geti hlustað á japönsku og skilið talað mál þá þýðir það auðvitað ekki að maður geti talað jafn smooth sjálfur.. ahh væri það ekki indælt. Maður getur td alveg horft á þátt af ER án texta og skilið en ég gæti þokkalega ekki tekið þátt í svona "læknaumræðum" á ensku, ok einhverjir væru alveg game í það en ég er allavega bara að tala fyrir sjálfan mig.
Allavega.. þá er einn tími hér sem gengur út á það að við fáum smásögu heim sem við eigum að lesa og spurningar sem við þurfum að svara heima. Í tímanum er okkur svo skipt niður í 3ggja manna hópa og við spjöllum saman um sögurnar út frá spurningunum. Venjulega eru þetta sögur með einhverjum boðskap eða ádeilu þannig fólk hefur mismunandi skoðanir á þeim. Eftir þessa umræðu á svo hver og einn að fara upp að töflu og segja sitt álit á sögunni, varðandi boðskap og annað, á einni mínútu. Kennarinn réttir upp hendi þegar mínútan er búin. Það er ekki gott að tala of lítið en heldur ekki gott að tala of mikið. Þannig verið er að þjálfa mann í því að koma skoðun manns á framfæri í hnitmiðuðu máli.
En þetta er ekki allt.. þessi stutta ræða manns er tekin upp og kennarinn sendir manni hana á tölvutæku formi og maður þarf að hlusta á hana og skrifa niður það sem maður sagði orðrétt með öllum hikorðum sem fylgdu. Svo á maður að leiðrétta ræðuna og taka út hikorðin og senda kennaranum til baka.
Mér finnst þetta alveg snilldarkennsluaðferð.. fyrir utan hvað þetta er ÓTRÚLEGA vandræðalegt að þurfa að hlusta á sjálfan sig skíta á sig og þurfa að skrifa þennan ósóma niður líka! ooooohhh.... en maður lærir og verður meðvitaðri um (kannski of!) hvernig maður talar og reynir að vanda sig betur.

En það væri líka alveg sniðugt að gera þetta með íslenskuna hjá manni.. því maður notar alltof mikið af ljótum hikorðum og uppfyllingarhljóðum eins og þúst, ööö, sko osfrv. og líka bara hreinlega rangt mál (fara í pirrurnar á sér td. úff hata þegar fólk segir það).

En já þetta var bara svona blogg út í bláinn.. þar sem ég er að læra og ég hef ekkert að blogga um nema lærdóm í bili hehe míhíhíhí!

OG VÁ HVAÐ ÉG ER AÐ FÍLA VATN!! ætla að fjárfesta í vatnsfilter til að geta drukkið kranavatn í staðinn fyrir að vera alltaf að kaupa vatn og burðast með það heim, mun borga sig þegar til lengri tíma er litið:)

takk og bless ég fagna öllum ímeilum og kommentum og sambandi við umheiminn yfir höfuð!:)

Thursday, January 15, 2009

100g


Þegar maður stútar einum morgunkornspakka í morgunmat þá ætti maður kannski að fara að hugsa sinn gang. En er við öðru að búast þegar pakkinn er skitin 100g?? góð saga:) 

Tuesday, January 13, 2009

Sunday, January 04, 2009

Easy&Fun!


Vill maður nokkuð vera að rækta sveppi í herberginu sínu?

Saturday, January 03, 2009

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

Er ekki nýársskreytingin mín sæt?:) Þetta hvíta er mochi sem er búið til úr sérstökum klístruðum hrísgrjónum sem eru barin saman svo þau verða eins og klístrað deig og svo eru mótaðar kökur úr þeim. Beljan oná er því 2009 er ár nautsins:)