Tuesday, January 27, 2009

suuuund!

Jeiii ég fór loksins í fyrsta skipti í sund síðan ég kom hingað... og ekki búið að taka mig nema hálft ár! góð Eyrún!
Sundlaugin er auk þess í næsta húsi! haha...
En hey það er samt auðveldara en að segja það að komast í þessa blessuðu laug!
Í fyrsta lagi var að fá að vita hvar þessi blessaða laug væri. Eftir smá fyrirgrennslan og leit á skólasíðunni komst ég að því að hún er bara í næsta húsi liggur við.. maður er svona 3 mín að labba þangað. Ég gerði tvær heiðarlegar tilraunir til að fara þangað og athuga með opnunartíma og annað, en kom annað hvort að lokuðum dyrum eða það galopnum að ég var alltí einu komin inní búningsklefana og ekki sála neinsstaðar(það var krípí!) Aftur fór ég á skólaheimasíðuna og eftir ítarlega leit fann ég loksins opnunartíma skólalaugarinnar og var mjög hissa að uppgötva að þá daga sem hún er opin þá er hún aðeins opin frá 17:50 til 18:40, og mismunandi eftir viku hvaða daga var opið og hvaða var lokað þannig ég prentaði út dagskrána.
Ég ákvað að fara aftur út í laug svo í vikunni og athuga hvort einhver væri nú við og þá loksins hitti ég á konu sem útskýrði fyrir mér að ég þyrfti að útbúa kort sem nemandi skólans sem kostaði ekkert og þyrfti að sýna það þegar ég kæmi í sund en það kostaði 100 yen svo í hvert skipti (150 kr). En þá þurfti ég semsagt að hlaupa heim aftur og ná í passamynd sem ég átti sem betur fer og fara svo í enn aðra byggingu þar sem yfiríþróttaskrifstofudóterí er og sækja um kortið. Þar var einkar viðkunnalegur kall sem sagði hann gæti bara reddað kortinu á innan við hálftíma svo ég kæmist nú í sund sama dag. En hann sagði mér þá að til að borga þessi 100yen í hvert skipti þyrfti ég að kaupa 100 yena miða í þartilgerðri miðavél sem er á bókasafninu og í aðalbyggingunni. Ok... ég hoppaði á bókasafnið og keypti nokkra miða og fór svo heim og náði í sunddótið og náði svo í kortið og gat þá loooksins farið í sundið.

Sundkortið góða 


100 yena miðinn 

Það voru nokkrar stelpur í klefanum en klefinn er sameiginlegur íþróttahúsinu og virtust þær allar að vera að fara á einhverjar klúbbaæfingar og engin í sund og ég sem hafði vonast til að það væri einhver þarna sem ég gæti "hermt" eftir. Td var ég ekki viss um hvort fólk væri alveg að meika það að maður klæddi sig bara úr öllu fyrir framan alla (stundum eru þartilgerðir skiptiklefar í sundlaugum) og hvar maður geymdi nú handklæðið og svona. En jæja, stelpurnar hurfu fljótt þannig ég reif mig bara úr fötunum og fór í sturtu, þá var samt frekar asnalegt að þurfa að vera með kortið og 100 yena miðann því það var enginn staður til að setja það neinsstaðar og vinalegi íþróttaskrifstofugaurinn hafði sagt mér að ég ætti að fara með það að lauginni sjálfri.
Fór ég svo að lauginni og þá var enginn þar nema tvær konur við sitthvorn bakkann sem virtust vera svona lifeguards og svo maður sem sat við borð. Ég gékk upp að honum með blautan 100 yena miðann og hann tók miðann og lagði kortið mitt á borðið og lét mig fá gult band með númeri á í staðinn... (sem ég sá nú ekki alveg tilganginn í en já maður er hættur að nenna að pæla í afhverju sumt er eins og það er hér!)
Þetta var hin fína 25 metra laug, með 5 brautum. Tvær brautir voru sérstaklega merktar sem einstefna í sitthvora áttina (again.. nenni ekki að pæla í því) en hinar voru ekkert merktar þannig ég skellti mér bara útí. Helmingur af lauginni er mjööög djúpur þar sem það er köfunarklúbbur víst í skólanum sem æfir í lauginni.
Stuttu seinna komu svo 5 strákar í laugina, þannig ég var sem betur fer ekki alein lengur í lauginni með 3 manneskjur á bakkanum starandi á mig hehe.
Ég hafði einmitt verið hrædd um að það yrði mikið af fólki fyrst laugin er opin svona takmarkað en núna velti ég því fyrir mér að kannski er opið svona takmarkað því það koma svo fáir og kannski koma svona fáir því þetta er SVO MIKIÐ MÁL! HAHA!
En þetta var æði og ég stefni á að komast svona þrisvar í viku í sund og gott að þetta sé þá bara alltaf á ákveðnum tíma:)

En já annað sem þarf að gera til að mega synda í lauginni er að vera með sundhettu! og JÁ ÉG GET TROÐIÐ ÖLLU HÁRINU Á MÉR Í HETTUNA hehe:)


PROOF 



OVER AND OUT! :) 

3 comments:

Signy said...

hahahah.. vesen er þetta!
En lúkkar vel með hettuna kona, það myndi kannski bara fara þér vel að raka á þér hárið? ;)

Hildur Jóna said...

vá hvað þetta hljómar eins og atvinnubótavinna að vera með 5 manns í því að láta þig komast í sund (2 á skrifstofum og 3 að horfa á þig í lauginni).

Og ég hefði ekki trúað því að allt hárið kæmist í eina sundhettu!

Ásthildur Sigurðardóttir said...

Er þetta sunddæmi ekki bara einhvers konar próf í þrjósku ? .. :)