Thursday, January 22, 2009

Moshi moshi umeboshi!!

Hólí makkaróní,
ok kennararnir mínir mega eiga það að verkefnin sem við fáum eru mjög fjölbreytt og eru virkilega að reyna á allar hliðar japönskugetu okkar, að skrifa, lesa, hlusta og tala.
Eitt af því mikilvægasta er einmitt að tala.. taaaalaaa... þó maður geti hlustað á japönsku og skilið talað mál þá þýðir það auðvitað ekki að maður geti talað jafn smooth sjálfur.. ahh væri það ekki indælt. Maður getur td alveg horft á þátt af ER án texta og skilið en ég gæti þokkalega ekki tekið þátt í svona "læknaumræðum" á ensku, ok einhverjir væru alveg game í það en ég er allavega bara að tala fyrir sjálfan mig.
Allavega.. þá er einn tími hér sem gengur út á það að við fáum smásögu heim sem við eigum að lesa og spurningar sem við þurfum að svara heima. Í tímanum er okkur svo skipt niður í 3ggja manna hópa og við spjöllum saman um sögurnar út frá spurningunum. Venjulega eru þetta sögur með einhverjum boðskap eða ádeilu þannig fólk hefur mismunandi skoðanir á þeim. Eftir þessa umræðu á svo hver og einn að fara upp að töflu og segja sitt álit á sögunni, varðandi boðskap og annað, á einni mínútu. Kennarinn réttir upp hendi þegar mínútan er búin. Það er ekki gott að tala of lítið en heldur ekki gott að tala of mikið. Þannig verið er að þjálfa mann í því að koma skoðun manns á framfæri í hnitmiðuðu máli.
En þetta er ekki allt.. þessi stutta ræða manns er tekin upp og kennarinn sendir manni hana á tölvutæku formi og maður þarf að hlusta á hana og skrifa niður það sem maður sagði orðrétt með öllum hikorðum sem fylgdu. Svo á maður að leiðrétta ræðuna og taka út hikorðin og senda kennaranum til baka.
Mér finnst þetta alveg snilldarkennsluaðferð.. fyrir utan hvað þetta er ÓTRÚLEGA vandræðalegt að þurfa að hlusta á sjálfan sig skíta á sig og þurfa að skrifa þennan ósóma niður líka! ooooohhh.... en maður lærir og verður meðvitaðri um (kannski of!) hvernig maður talar og reynir að vanda sig betur.

En það væri líka alveg sniðugt að gera þetta með íslenskuna hjá manni.. því maður notar alltof mikið af ljótum hikorðum og uppfyllingarhljóðum eins og þúst, ööö, sko osfrv. og líka bara hreinlega rangt mál (fara í pirrurnar á sér td. úff hata þegar fólk segir það).

En já þetta var bara svona blogg út í bláinn.. þar sem ég er að læra og ég hef ekkert að blogga um nema lærdóm í bili hehe míhíhíhí!

OG VÁ HVAÐ ÉG ER AÐ FÍLA VATN!! ætla að fjárfesta í vatnsfilter til að geta drukkið kranavatn í staðinn fyrir að vera alltaf að kaupa vatn og burðast með það heim, mun borga sig þegar til lengri tíma er litið:)

takk og bless ég fagna öllum ímeilum og kommentum og sambandi við umheiminn yfir höfuð!:)

8 comments:

Ásthildur Sigurðardóttir said...

Hei, eee, sko, já, ööö held bara, nei.. jú að þetta sé brilljant aðferð .. sko já !

Ásthildur Sigurðardóttir said...

Meina-ða.

Signy said...

omg mamma að vera fyndin skilr! hehe..
Ert ekki að missa af neinu hérna, fólk bara alveg að missa kúlið, mótmælin að fara úr böndunum, táragas, hellukast og læti bara.

Fíla vatn? vííírdó...:)

Freyja said...

Shit hvað ég er ánægð að þú ert loksins búin að fatta vatn! VATN ER BEST!

Ásthildur Sigurðardóttir said...

Hér með lýsi ég því yfir að dætur mínar hafa endanlega verið strikaðar út úr erfðaskrá minni - sko er ekki jók.

Eyrun S said...

Ha! hver fær þá tupperware-ið?!
:)

Rannveig said...

haha já það er gott að þú ert að fíla vatn, fyrst að coke er horfið úr lífi þínu. Mér gengur hins vegar ekki eins vel að fíla vatnið, þarf eitthvað bragðmeira þó það gangi mjög vel að losa mig við coke-ið :)

Ásthildur Sigurðardóttir said...

Tupperwar-inu hefur ekki verið ráðstafað ennþá, er að hugsa mig um :)