Thursday, September 04, 2008

Jei jei Japan!

Vááá þetta voru 5 langir dagar án internets! og mikið gerst á þessum dögum!
Jáhá, ég lenti semsagt á Narita kl 9:15 um morguninn 1.sept.
Þar tóku 2 stelpur á móti mér sem eru sjálfboðaliðar frá skólanum mínum og fóru með mig í skólann. Sem betur fer því ég var druuulluþreytt og hjól hafði dottið af stóru töskunni minni svo ég þurfti að beita mjög spes leið til að geta keyrt drusluna áfram og svo með handfarangur þannig þær björguðu miklu. Þurftum líka að taka 3 lestir og strætó þannig ég hefði ekki meikað þetta ströggl ein.

 
Hér er föngulega móttökunefndin mína og ég mjööög mygluð


Ég er á heimavist þar sem búa 64, 2 hæðir fyrir stráka og 2 hæðir fyrir stelpur.
Það eru 4 íbúðir á hæð og í hverri íbúð búa fjórir. Tveir innlendir nemar og tveir útlendir nemar. Íbúðin er rúmgóð og herbergin stór (mér finnst það allavega HUGE miðað við það sem ég er vön hehe). Við erum með loftkælingu og internet og ekkert curfew. Hinar vistirnar eru glaataðar, þar er maður með herbergisfélaga og engin loftræsting OG vistin er læst milli 23 til 5! Einnig er vistin mín nýjust, svo hún er ótrúlega flott og hrein og fullkomin verð ég að segja :D

 
Nokkur af nýbúunum í Global House (við erum 20 ný í húsinu)


Ég bý með þeim Akiko sem er á sínu seinasta ári í skólanum og er að skrifa lokaritgerðina sína, hún var skiptinemi á seinasta ári í Svíþjóð. Hún er pínulítil og algjört krútt. Svo er það hún Yukari sem er nýnemi og líka aaalgjör dúlla og vill alltaf vera að gefa mér eitthvað. Svo bý ég með Ray sem er amerísk stelpa sem er búin að vera hér í 2 eða 3 ár og er alveg fluent í japönsku. Hún hefur lítið verið hérna undanfarna daga því hún er að heimsækja kóreskan kærasta sinn sem býr í um 2 tíma í burtu.

2.sept var innsetningarathöfn fyrir erlendu nýnemana, sem eru alveg um 140 minnir mig. Þá var hver og einn lesinn upp og þurfti að standa upp og segja HAI! Þar fengum við líka skólaskírteinin okkar.

 


Svo höfum við á hverjum degi farið á helling af orientations fyrir hvernig skólinn virkar, líf í Japan o.s.frv o.s.frv... og svo er ég búin að skrá mig (alien registration) sækja um heilbrigðistryggingu, fá mér gemsa og búin að stofna bankareikning! Þannig maður er alveg kominn 100% á hreint:)

Í gær var stöðupróf í Japönsku til að við yrðum sett á rétt level. Það er japanska 1 til 6, svo er til intensive japanska 1 til 3. Sem er sama efni og 1-6 nema í intensive eru kenndir tvöfalt fleiri tímar á viku. Þannig intensive 1 er sama og japanska 1 og 2 til samans.
Mig langaði mikið í intensive og vera alfarið í japönsku en svo er bara kennt intensive 1 á þessari önn. En svo var ég sett í japönsku 6 svo ég er mjög ánægð með það og tek einn annan áfanga með því í einhverju menningartengdu til að vera með fullan einingarfjölda fyrir þessa önn.

en jæja nenni ekki meira blaðri í bili... set svo inn myndir á næstunni af einhverju sniðugu;)

7 comments:

Anonymous said...

Velkom myndin er æði...hvað er það með asíubúa og písmerkið?:)

Anonymous said...

Gott að heyra frá þér elskan!! Snilld að þú lentir á góðu vistinni - Eyrún og curfew eiga bara ekki samleið:) hehehe

Hafðu það nú gott, ég fylgist spennt með blogginu:)

Knús frá Köbenhavn Anna :)

Sólrún Lilja said...

Jeij jeij! Gaman að sjá heyra frá þér og sjá myndir! Mun fylgjast mjög náið með þessu bloggi og vonast eftir helling af myndum af öllu sem þú ert að gera!

Sólrún Lilja said...

ömmm ég veit ekki hvað ég var að reyna að tjá mig... þetta átti að vera: GAMAN AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR OG SJÁ MYNDIR!

takktakk...:)

Anonymous said...

Japan bíaaatchh. Hafðu það ógeeeeðslega gott.

kveðja frá Mílanó.

Anonymous said...

Haha... ha... eyrún geimvera.

Anonymous said...

líst vel á þetta hjá þér, og segi það sama og hinir, ég mun fylgjast með ;o)