Friday, July 13, 2007

Heimsókn

Fórum í heimsókn á kínverskt heimili til 18 ára stráks og foreldra hans sem eru kennarar í Ningbo skólanum.
Aðeins hann talaði ensku af þeim. Við fórum til þeirra eftir hádegi og vorum yfir kvöldmat og það var voða næs. Þau vildu endalaust troða í okkur ávöxtum og drykkjum, komu með tvær gerðir af tei og helling af mismunandi kínversku "snakki". Kom mér á óvart hvað húsið þeirra var tómt, samt voru þau búin að búa þarna í 5 ár og samt var voða lítið af persónulegum munum og bara hellingur af gólfplássi.
 

 

Fengum sesam-ís sem var eins og tahini á bragðið.
Posted by Picasa

No comments: