Friday, October 24, 2008

Halloween

Jei föstudaguuuur! Þessi vika var svo yfirmáta leiðinleg og yfirþyrmandi að ég er mjög ánægð að hún sé búin:)
Sem betur fer var hún ekki eintóm leiðindi því við ákváðum að hafa smá Halloween party dinner við fjórar sem búum saman í tilefni þess að það er Halloween í næstu viku. Japanir taka þær hátíðir sem þeim finnst skemmtilegar þó þær tengist ekkert endilega trú þeirra eða menningu (t.d. halda þeir upp á jól.. skrítin jól en samt..) og gera eitthvað í tilefni þeirra og er Halloween eitt af þeim. Bara afsökun til að halda partý í næstu viku og auðvitað ekkert nema gott um það að segja:)
Yukari var svo myndarleg að elda þessa æðislega góðu graskerssúpu handa okkur og ýmislegt fleira. Hún keypti líka einkar skemmtilega hatta sem hún lét okkur vera með og við sátum þarna deyjandi úr hlátri því þetta var eitthvað svo skemmtilega hallærislegt.

Skreytt og allt 


Yukari er svo sæt :) 


Eyrún búálfur 


Ray, Akiko og ég 
Við ætluðum að vera ótrúlega eðlilegar en Akiko gat ekki hætt að brosa


Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá þessa mynd, afhverju eru þær svona krúttlegar með hattana en ég ekki? => stór haus hahaha.. :) 

3 comments:

Signy said...

hahahaha já þessi hattur er eitthvað skrítinn á þér, ert eins og gandalf;)

Eyrun S said...

haha meira eins og andstæðan við gandalf.. hans hattur var stór og Gandalf var kúl.. minn hattur er lítill og ég....öö ekki kúl hehe

Signy said...

heheheh ...það er eins og hatturinn sé fótósjoppaður inní myndina :D