Thursday, October 23, 2008

SVÖNG

Klukkan er að verða hálf tíu og ég er ekki ennþá búin að borða kvöldmat... ætlaði út í búð eftir skóla en þar sem það byrjaði að rigna ákvað ég að bíða þangað til hún hætti eða allavega minnkaði... en nei... það hættir bara ekkert að rigna.

Búðin sem ég ætla í er allavega um 10 mín í burtu á hjóli og ekki á ég regnföt og glætan að ég nenni að labba með regnhlíf þessa leið og með vörur til baka.

Ég gældi við það í smástund að taka Japanann á þetta og actually hjóla með regnhlíf... en ég hef ekki alveg masterað þá tækni ennþá þannig ég ákvað að hætta ekki lífi mínu í þetta skiptið með mitt skerta þrívíddarskyn.

Japanir geta gert ýmislegt meðan þeir hjóla.. halda á regnhlíf eða jafnvel að skrifa sms eða tala í símann... (oh þeir eru svo kúl...)

Tæknin við að halda á regnhlíf er samt sú að hún þarf að halla pínu fram á við til að vindurinn taki ekki í .. en ekki of mikið til að maður sjái nú fram.. svo er samt laaangbest að hafa glæra regnhlíf því þá sér maður hvort eðer í gegnum hana.

Gott dæmi um fullkoma tækni við að hjóla með regnhlíf

En jæja.. ætli ég banki ekki bara upp á hjá einhverjum í þetta skiptið og betli mat :)

No comments: