Jæja ég er farin heim til Niigata:) ég er ekkert smá fegin þar sem ég hef verið frekar lonely síðustu daga og átti mjög sad jól ef jól skyldi kalla.
Fór í boð til sendiherrahjónanna Stefáns og Guðrúnar í gærkvöldi í íslenska sendiráðið og það var ekkert smá næs. Ofsalega flottur og góður matur og Íslendingar og íslenska:) Náði að borða á mig gat og fékk loksins smá jólastemmningu:)
Ég verð í Niigata til 3.jan, við fjölskyldan ætlum að gista eina nótt í Teradomari hjá ömmu og afa og svo ætla ég að hitta gömlu vinkonurnar síðan ég var sem skiptinemi.
Skólinn byrjar svo aftur 6.janúar og ætla ég að nota þessa 3 daga eftir að ég kem heim til að klára heimavinnuna mín og rifja upp þar sem ég hef verið alveg einstaklega löt.
Ég veit ekki hvort ég muni blogga eitthvað úr símanum mínum að ráði þar sem símreikningurinn hækkaði allsvakalega eftir ferðina til Kyoto :/ En það er alltaf hægt að senda mér línu eyrunx(at)ezweb.ne.jp , bara ekki skrifa íslenska stafi:)
Annars óska ég ykkur bara gleðilegs nýs árs og vona að þið sprengið helling af flugeldum.. mér finnst leiðinlegast að það séu engir flugeldar og læti hér á áramótunum:/ en ég mun henda nokkrum peningum í box við hof og biðja fyrir góðu ári fyrir ykkur í staðinn;)
Saturday, December 27, 2008
Thursday, December 25, 2008
Jólagjöfin mín:)
Myndavélin mín dó... hún drukknaði. Hef átt hana í 2 ár og hún hefur þjónað mér vel og druslast með mér hvert sem ég fer. Hún tekur samt ennþá myndir, það er skjárinn sem er eiginlega dáinn, sést varla á hann nema ég sé með hana undir sterku ljósi. Iss við höndlum þetta alveg hugsaði ég, ekki tilbúin til að gefast upp á henni, þó það sé ekki einu sinni gægjugat á henni, en var ekki lengi að reka mig á það að það að geta ekki séð á skjáinn gerir það að verkum að maður getur ekki breytt neinum stillingum svo þetta var svoldið vonlaust:(
Seeeem betur fer gerist þetta núna um jólin, lán í óláni svo ég taki björtu hliðina á þetta, því ég fékk pening í jólagjöf sem ég var búin að ákveða að ég ætlaði sko að nota í eitthvað handa mér en ekki bara í uppihald eða eitthvað boring.
Þannnnnnig ný myndavél! Voilà!!
Svo nú get ég haldið áfram að taka myndir eins og vindurinn!
OG HÚN ER SVO FALLEG! lítil og nett, I'm in LOVE!



Ákvað að fá mér svona koparbrúna, hún er með snertiskjá sem ég var ekki alveg að kaupa fyrst en eftir að hafa fiktað í henni er ég að fíla það. Svo er hún bara á japönsku sem er ágætt þar sem hey.. ég er einmitt að læra japönsku, magnað!
Hver segir að veraldlegir hlutir geri mann ekki hamingjusaman? :)
Takk mamma og pabbi :)
Seeeem betur fer gerist þetta núna um jólin, lán í óláni svo ég taki björtu hliðina á þetta, því ég fékk pening í jólagjöf sem ég var búin að ákveða að ég ætlaði sko að nota í eitthvað handa mér en ekki bara í uppihald eða eitthvað boring.
Þannnnnnig ný myndavél! Voilà!!
Svo nú get ég haldið áfram að taka myndir eins og vindurinn!
OG HÚN ER SVO FALLEG! lítil og nett, I'm in LOVE!



Ákvað að fá mér svona koparbrúna, hún er með snertiskjá sem ég var ekki alveg að kaupa fyrst en eftir að hafa fiktað í henni er ég að fíla það. Svo er hún bara á japönsku sem er ágætt þar sem hey.. ég er einmitt að læra japönsku, magnað!
Hver segir að veraldlegir hlutir geri mann ekki hamingjusaman? :)
Takk mamma og pabbi :)
Wednesday, December 24, 2008
Afmæli keisarans
Keisarinn, Akihito, átti 75 ára afmæli í gær (23.des) og ákvað ég og Karo frá Finnlandi að kíkja á kallinn, enda aðeins hægt á afmælinu hans og 2.janúar þegar hann flytur nýárskveðju.

Það var alls ekki svo mikið af fólki en samt jafn straumur sem lá að keisarahöllinni. Það var áberandi mikið af útlendingum enda virðist þetta vera frekar mikið túrista attraction, ein kona vippaði sér að okkur og spurði okkur afhverju við værum eiginlega að fara að heimsækja keisarann og var miður sín yfir hversu lítið af Japönum var þarna.

Allir veifuðu fánunum eins og ég veit ekki hvað þegar hann kom út, stelpa fyrir framan mig endurtók í sífellu "geðveikt, geðveikt, ég sé hann! ég sé hann"
Það var alls ekki svo mikið af fólki en samt jafn straumur sem lá að keisarahöllinni. Það var áberandi mikið af útlendingum enda virðist þetta vera frekar mikið túrista attraction, ein kona vippaði sér að okkur og spurði okkur afhverju við værum eiginlega að fara að heimsækja keisarann og var miður sín yfir hversu lítið af Japönum var þarna.
Allir veifuðu fánunum eins og ég veit ekki hvað þegar hann kom út, stelpa fyrir framan mig endurtók í sífellu "geðveikt, geðveikt, ég sé hann! ég sé hann"
Tuesday, December 23, 2008
Friday, December 19, 2008
Hús
Veggurinn á næsta húsi er ekki óvanalegt útsýni hér.
Og hús sem virðast hafa verið sniðin í stæði eru ófá.
Wednesday, December 17, 2008
Monday, December 15, 2008
skil ég þig? skilur þú mig? neee..þú ert útlendingur þannig auðvitað ekki!
Ég var í skólabókabúðinni og var að kaupa 10 umslög.
Þegar ég kom á kassannn rétti ég afgreiðslukonunni umslögin, hún taldi þau og spurði mig svo "10 stk?" Ég brosti og sagði já.
Hún staldraði þá við og horfði á mig efins, ég hnyklaði aðeins augabrúnirnar í spurn. Þá snéri hún sér við, náði í reiknivél og sló inn töluna 10, sýndi mér og horfði á mig með eftirvæntingu.
Ég horfði á hana með dánum augum, reyndi að hindra að brosið mitt breyttist í grettu, hamdi andvarpið og svaraði "Jú mikið rétt 10 umslög takk fyrir".
Þegar ég kom á kassannn rétti ég afgreiðslukonunni umslögin, hún taldi þau og spurði mig svo "10 stk?" Ég brosti og sagði já.
Hún staldraði þá við og horfði á mig efins, ég hnyklaði aðeins augabrúnirnar í spurn. Þá snéri hún sér við, náði í reiknivél og sló inn töluna 10, sýndi mér og horfði á mig með eftirvæntingu.
Ég horfði á hana með dánum augum, reyndi að hindra að brosið mitt breyttist í grettu, hamdi andvarpið og svaraði "Jú mikið rétt 10 umslög takk fyrir".
Tuesday, December 09, 2008
"herraveski"
Ég var að ræða við Sverri um man´s bags af einhverjum ástæðum og hvernig það er þokkalega eðlilegt fyrir stráka að vera með veski hérna. Og þá er ég ekki að tala um hliðartöskur eða bakpoka heldur já VESKI. Það er frekar eðlilegt og margir strákar ganga með veski sem myndi vera alveg hrikalega hallærislegt heima, en þetta eru samt strákaveski en ég gat ekki útskýrt það betur.
Það eru náttúrulega til mismunandi tegundir af töskum, en það sem margir eru með eru totobaggu eða tote bag (einfaldar töskur með haldi)
Þetta eru dæmi um "totebag" (stelpu augljóslega):
Þannig þegar ég var á röltinu í gær og tók eftir að gaurinn fyrir framan mig var einmitt með svona "stráka totobaggu" þá greip ég tækifærið og tók stalkermynd dauðans.
Náði samt ekki töskunni nægilega vel en gefur manni hugmynd og er mjög eðlileg sjón. Sjáum líka hvað þetta er töff gaur í fjólublárri dúnúlpu. (þarf að taka oftar stalkermyndir og fá skrítin augnaráð frá fólki í kringum mig)
Annars finnst mér frekar flott þegar strákar(og stelpur) eru með svona töskur sem hanga með hliðinni eða aftan á rasskinninni (shizabaggu-scissorbag).
Þetta blogg var tileinkað Sverri
Það eru náttúrulega til mismunandi tegundir af töskum, en það sem margir eru með eru totobaggu eða tote bag (einfaldar töskur með haldi)
Þetta eru dæmi um "totebag" (stelpu augljóslega):
Þannig þegar ég var á röltinu í gær og tók eftir að gaurinn fyrir framan mig var einmitt með svona "stráka totobaggu" þá greip ég tækifærið og tók stalkermynd dauðans.
Náði samt ekki töskunni nægilega vel en gefur manni hugmynd og er mjög eðlileg sjón. Sjáum líka hvað þetta er töff gaur í fjólublárri dúnúlpu. (þarf að taka oftar stalkermyndir og fá skrítin augnaráð frá fólki í kringum mig)
Annars finnst mér frekar flott þegar strákar(og stelpur) eru með svona töskur sem hanga með hliðinni eða aftan á rasskinninni (shizabaggu-scissorbag).
Þetta blogg var tileinkað Sverri
Thursday, December 04, 2008
Ný önn, ný markmið, NÝ EYRÚN!
Jæja, haustfríinu er lokið og skólinn byrjaði aftur í gær á fullu blússi.. ómæ æm not ready for this..
Fyrir utan japönskuna er ég að taka tíma um japönsk trúarbrögð og annan um nútíma japanska sögu þ.e. frá 1867-1936, fór í þann tíma í gær og hann var allavega mjög áhugaverður og lofar góðu. Kennarinn er japönsk kona sem er einhver söguséní og kennir tímann á ensku. Hún er ekkert gífurlega góð í ensku en er alveg vel skiljanleg og lærði í Englandi, en sagði að hún búi til fyrirlestrana sjálf og fái svo vin sinn til að fara yfir þá. Hún sagði að hún hefði viljað takast á við það að kenna á ensku því að kenna hluti á öðru tungumáli þvingaði mann til að kafa dýpra ofan í hugtök og heiti sem maður þekkir og þurfa að útskýra þau upp á nýtt. Þetta meikaði allavega ofsalega mikið sens þegar hún sagði þetta.
Um leið og hún fór samt eitthvað útfrá efninu eða að spyrja út í salinn var hún fljótlega komin í japönskuna, og glósaði mikið á japönsku upp á töflu þannig þessi tími virðist ætla að nýtast í japönsku nám líka.
Nýju japönskukennararnir mínir virka líka fínir, eru 3 kennarar sem sjá um þetta level. Allt konur og þær voru að kynna sig og efnið sem við myndum fara yfir á næstu 3 mánuðum. Mér fannst magnað hvað þær náðu allar að vera penar og brosandi jafnvel þó þær væru að segja að þær ætluðu að þjarma að okkur og við kæmumst ekki upp með neitt hálfkák. "Og hugsið vel um tennurnar krakkar" "huh?" "já fólk gnístir ansi mikið tönnum í tímum hjá okkur híhíhí" og fyndnar líka.. ég heppin hehe
En já ég ætla að vera dugleg þessa önn, en ætla líka að vera duglegri að blogga þar sem ég verð líklegast minna á msn, aðallega þar sem ég stefni að því að fara að sofa á skikkanlegum tímum héðan í frá:)
Sniðug japönsk uppfinning í lokin:
Fyrir utan japönskuna er ég að taka tíma um japönsk trúarbrögð og annan um nútíma japanska sögu þ.e. frá 1867-1936, fór í þann tíma í gær og hann var allavega mjög áhugaverður og lofar góðu. Kennarinn er japönsk kona sem er einhver söguséní og kennir tímann á ensku. Hún er ekkert gífurlega góð í ensku en er alveg vel skiljanleg og lærði í Englandi, en sagði að hún búi til fyrirlestrana sjálf og fái svo vin sinn til að fara yfir þá. Hún sagði að hún hefði viljað takast á við það að kenna á ensku því að kenna hluti á öðru tungumáli þvingaði mann til að kafa dýpra ofan í hugtök og heiti sem maður þekkir og þurfa að útskýra þau upp á nýtt. Þetta meikaði allavega ofsalega mikið sens þegar hún sagði þetta.
Um leið og hún fór samt eitthvað útfrá efninu eða að spyrja út í salinn var hún fljótlega komin í japönskuna, og glósaði mikið á japönsku upp á töflu þannig þessi tími virðist ætla að nýtast í japönsku nám líka.
Nýju japönskukennararnir mínir virka líka fínir, eru 3 kennarar sem sjá um þetta level. Allt konur og þær voru að kynna sig og efnið sem við myndum fara yfir á næstu 3 mánuðum. Mér fannst magnað hvað þær náðu allar að vera penar og brosandi jafnvel þó þær væru að segja að þær ætluðu að þjarma að okkur og við kæmumst ekki upp með neitt hálfkák. "Og hugsið vel um tennurnar krakkar" "huh?" "já fólk gnístir ansi mikið tönnum í tímum hjá okkur híhíhí" og fyndnar líka.. ég heppin hehe
En já ég ætla að vera dugleg þessa önn, en ætla líka að vera duglegri að blogga þar sem ég verð líklegast minna á msn, aðallega þar sem ég stefni að því að fara að sofa á skikkanlegum tímum héðan í frá:)
Sniðug japönsk uppfinning í lokin:

Thursday, November 27, 2008
Friday, November 21, 2008
Thursday, November 20, 2008
Tuesday, November 18, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)