Wednesday, December 24, 2008

Afmæli keisarans

Keisarinn, Akihito, átti 75 ára afmæli í gær (23.des) og ákvað ég og Karo frá Finnlandi að kíkja á kallinn, enda aðeins hægt á afmælinu hans og 2.janúar þegar hann flytur nýárskveðju.

Það var alls ekki svo mikið af fólki en samt jafn straumur sem lá að keisarahöllinni. Það var áberandi mikið af útlendingum enda virðist þetta vera frekar mikið túrista attraction, ein kona vippaði sér að okkur og spurði okkur afhverju við værum eiginlega að fara að heimsækja keisarann og var miður sín yfir hversu lítið af Japönum var þarna. 


Þegar maður nálgaðist skiptist röðin í tvennt, fyrir fólk með eða án töskur. 


Hér er Karo að fá töskuna sína eftir skoðun 


Þeir vildu þukla á manni í næsta tjaldi 


Það var frekar mikill viðbúnaður en samt ekki svo ströng gæsla  


Karo á brúnni rétt áður en við fórum inn 


Fengu sko allir pappírsfána:) 


Við búnar að taka okkur stöðu  


Allir bíða spenntir 


Allir veifuðu fánunum eins og ég veit ekki hvað þegar hann kom út, stelpa fyrir framan mig endurtók í sífellu "geðveikt, geðveikt, ég sé hann! ég sé hann" 


Hann flutti stutt ávarp og svo veifuðu þau öll voða pent. 


Ég að gera tilraun til að ná mér á mynd með keisaranum haha 

 


Jæja allir heim! 


að chilla á grasi keisarans 

3 comments:

Unknown said...

Þetta er magnað!

Sko ég vissi þetta t.d. ekki! Nú langar mig að sjá Keisarann í Japan :(

Freyja said...

Ég trúi ekki að það sé ennþá svona gott veður þarna!!! Hérna kyngdi niður snjó í heila viku og gettu hvað gerðist svo... jújú, feit rigning og rok og óveður þannig allt varð að ís og krapi... rauð jól! Bú!

Anonymous said...

Vááá .. eiginlega hálf súrrealískt, en lífsreynsla .. og nú þekki ég þig sem hefur hitt keisarann ..geðveikt :) Momsa