Saturday, December 27, 2008

Heim heim heim:)

Jæja ég er farin heim til Niigata:) ég er ekkert smá fegin þar sem ég hef verið frekar lonely síðustu daga og átti mjög sad jól ef jól skyldi kalla.
Fór í boð til sendiherrahjónanna Stefáns og Guðrúnar í gærkvöldi í íslenska sendiráðið og það var ekkert smá næs. Ofsalega flottur og góður matur og Íslendingar og íslenska:) Náði að borða á mig gat og fékk loksins smá jólastemmningu:)
Ég verð í Niigata til 3.jan, við fjölskyldan ætlum að gista eina nótt í Teradomari hjá ömmu og afa og svo ætla ég að hitta gömlu vinkonurnar síðan ég var sem skiptinemi.
Skólinn byrjar svo aftur 6.janúar og ætla ég að nota þessa 3 daga eftir að ég kem heim til að klára heimavinnuna mín og rifja upp þar sem ég hef verið alveg einstaklega löt.

Ég veit ekki hvort ég muni blogga eitthvað úr símanum mínum að ráði þar sem símreikningurinn hækkaði allsvakalega eftir ferðina til Kyoto :/ En það er alltaf hægt að senda mér línu eyrunx(at)ezweb.ne.jp , bara ekki skrifa íslenska stafi:)

Annars óska ég ykkur bara gleðilegs nýs árs og vona að þið sprengið helling af flugeldum.. mér finnst leiðinlegast að það séu engir flugeldar og læti hér á áramótunum:/ en ég mun henda nokkrum peningum í box við hof og biðja fyrir góðu ári fyrir ykkur í staðinn;)

3 comments:

Signy said...

ferðu ekkert á flugeldasýningar?


p.s. er offisíallí orðin white trash eftir að ég teypaði hliðarspegilinn á bílnum... :)

Ásthildur Sigurðardóttir said...

Takk, takk, okkur veitir víst ekki af fyrirbænum allra vætta.+Momsa

Unknown said...

Gleðilegt Nýtt ár og vonandi hafðiru það sem best yfir jólin & nýárið :D