Thursday, December 25, 2008

Jólagjöfin mín:)

Myndavélin mín dó... hún drukknaði. Hef átt hana í 2 ár og hún hefur þjónað mér vel og druslast með mér hvert sem ég fer. Hún tekur samt ennþá myndir, það er skjárinn sem er eiginlega dáinn, sést varla á hann nema ég sé með hana undir sterku ljósi. Iss við höndlum þetta alveg hugsaði ég, ekki tilbúin til að gefast upp á henni, þó það sé ekki einu sinni gægjugat á henni, en var ekki lengi að reka mig á það að það að geta ekki séð á skjáinn gerir það að verkum að maður getur ekki breytt neinum stillingum svo þetta var svoldið vonlaust:(
Seeeem betur fer gerist þetta núna um jólin, lán í óláni svo ég taki björtu hliðina á þetta, því ég fékk pening í jólagjöf sem ég var búin að ákveða að ég ætlaði sko að nota í eitthvað handa mér en ekki bara í uppihald eða eitthvað boring.
Þannnnnnig ný myndavél! Voilà!!
Svo nú get ég haldið áfram að taka myndir eins og vindurinn!
OG HÚN ER SVO FALLEG! lítil og nett, I'm in LOVE!




Ákvað að fá mér svona koparbrúna, hún er með snertiskjá sem ég var ekki alveg að kaupa fyrst en eftir að hafa fiktað í henni er ég að fíla það. Svo er hún bara á japönsku sem er ágætt þar sem hey.. ég er einmitt að læra japönsku, magnað!
Hver segir að veraldlegir hlutir geri mann ekki hamingjusaman? :)

Takk mamma og pabbi :)

4 comments:

Rannveig said...

en flott, auðvitað á maður að kaupa eitthvað handa sér :)
Myndavélin okkar dó einmitt fyrr á árinu, eða það er s.s ekki hægt að ná myndunum af henni... höfum látið símann minn nægja hingað til en eftir að ég sá jólamyndirnar sem flestar virðast vera í móðu eða bara óskýrara.. þá er komin tími á nýja!

Signy said...

já ég er einmitt líka að taka myndir á símann:)
En til lukku með myndavélina hún er mjög falleg.. þó ég hefði fengið mér bleika :)

Eyrun S said...

já þessi bleika er bara aðeins of væmin bleik, og þessi græni lime litur ojj ógeð sko. Kemur ágætlega út á myndinni en í alvörunni er hann ekki að gera sig.

Anonymous said...

Húlla Húlla !!!

Kristjana aka KSA