Thursday, December 04, 2008

Ný önn, ný markmið, NÝ EYRÚN!

Jæja, haustfríinu er lokið og skólinn byrjaði aftur í gær á fullu blússi.. ómæ æm not ready for this..
Fyrir utan japönskuna er ég að taka tíma um japönsk trúarbrögð og annan um nútíma japanska sögu þ.e. frá 1867-1936, fór í þann tíma í gær og hann var allavega mjög áhugaverður og lofar góðu. Kennarinn er japönsk kona sem er einhver söguséní og kennir tímann á ensku. Hún er ekkert gífurlega góð í ensku en er alveg vel skiljanleg og lærði í Englandi, en sagði að hún búi til fyrirlestrana sjálf og fái svo vin sinn til að fara yfir þá. Hún sagði að hún hefði viljað takast á við það að kenna á ensku því að kenna hluti á öðru tungumáli þvingaði mann til að kafa dýpra ofan í hugtök og heiti sem maður þekkir og þurfa að útskýra þau upp á nýtt. Þetta meikaði allavega ofsalega mikið sens þegar hún sagði þetta.
Um leið og hún fór samt eitthvað útfrá efninu eða að spyrja út í salinn var hún fljótlega komin í japönskuna, og glósaði mikið á japönsku upp á töflu þannig þessi tími virðist ætla að nýtast í japönsku nám líka.
Nýju japönskukennararnir mínir virka líka fínir, eru 3 kennarar sem sjá um þetta level. Allt konur og þær voru að kynna sig og efnið sem við myndum fara yfir á næstu 3 mánuðum. Mér fannst magnað hvað þær náðu allar að vera penar og brosandi jafnvel þó þær væru að segja að þær ætluðu að þjarma að okkur og við kæmumst ekki upp með neitt hálfkák. "Og hugsið vel um tennurnar krakkar" "huh?" "já fólk gnístir ansi mikið tönnum í tímum hjá okkur híhíhí" og fyndnar líka.. ég heppin hehe

En já ég ætla að vera dugleg þessa önn, en ætla líka að vera duglegri að blogga þar sem ég verð líklegast minna á msn, aðallega þar sem ég stefni að því að fara að sofa á skikkanlegum tímum héðan í frá:)

Sniðug japönsk uppfinning í lokin:

10 comments:

Anonymous said...

Þetta er alveg klárlega besta uppfinning sem ég hef séð!

Signy said...

HAHAHHA... þetta er ógeðslega sniðugt!! þá er ekkert vesen og sóðagangur.. :D

Signy said...

já og vertu dugleg að blogga... bitch;)

Þórunn said...

Jeijjj:D styd meira blogg fullshugar! (serstaklega thar sem eg get svo sjaldan verid a msn...)

Rannveig said...

Ég styð meira blogg (aðallega svo ég geti slæpst í mínum lærdóm hehe)
Ég kannast svo vel við þessi markmið nýrrar annar og ég ætla að sko sannarlega að fara að þínu fordæmi og setja mér þau markmið að vera miklu miklu duglegri á næstu önn. Ég þakka þó fyrir þetta rúma 4 vikna frí sem ég fæ milli annanna :)

Loth Quendi said...

Love the picture. Still searching for an online translator that can connect stick type butter with "not ready for this". I'll let you know when I figure it out.

Freyja said...

HAHA SNIIIIIILLD! Viltu koma með svona heim?

Anonymous said...

Vááááá hvað þetta er mikil snilld! Ég vil svona! Þetta er svo sniðugt ef smjörið er kalt og hart og vonlaust að smyrja það þá getur maður bara tússað það á! Sjitt hað þetta er kúl! :)

Anonymous said...

Og já ég er ölvið að skrifa þetta... kannski hljómaði þetta skringilega... blöhhh!

Signy said...

ööö.. heellúú skilr.. BLOGGA??!?!?!