Tuesday, December 09, 2008

"herraveski"

Ég var að ræða við Sverri um man´s bags af einhverjum ástæðum og hvernig það er þokkalega eðlilegt fyrir stráka að vera með veski hérna. Og þá er ég ekki að tala um hliðartöskur eða bakpoka heldur já VESKI. Það er frekar eðlilegt og margir strákar ganga með veski sem myndi vera alveg hrikalega hallærislegt heima, en þetta eru samt strákaveski en ég gat ekki útskýrt það betur.
Það eru náttúrulega til mismunandi tegundir af töskum, en það sem margir eru með eru totobaggu eða tote bag (einfaldar töskur með haldi)

Þetta eru dæmi um "totebag" (stelpu augljóslega):
 

 


Þannig þegar ég var á röltinu í gær og tók eftir að gaurinn fyrir framan mig var einmitt með svona "stráka totobaggu" þá greip ég tækifærið og tók stalkermynd dauðans.
Náði samt ekki töskunni nægilega vel en gefur manni hugmynd og er mjög eðlileg sjón. Sjáum líka hvað þetta er töff gaur í fjólublárri dúnúlpu. (þarf að taka oftar stalkermyndir og fá skrítin augnaráð frá fólki í kringum mig)

 


Annars finnst mér frekar flott þegar strákar(og stelpur) eru með svona töskur sem hanga með hliðinni eða aftan á rasskinninni (shizabaggu-scissorbag).
 

 


Þetta blogg var tileinkað Sverri

3 comments:

Signy said...

Ó MÆ GOD..... mig langar í svona barbítösku!!!
Annars á ég svona veski sem er spennt á mann. Ógeðslega þægilegt, svo ekki sé talað um töff :D

Freyja said...

Ég panta betri mynd af strákatösku... þetta er spennandi fyrirbæri!

Sverrir Sigmundarson said...

Thetta er natturulega bara einstaklega ókarlmannlegt ad vera med kellingabuddur, vidmidunarstadallinn er "Getur John McLain latid sja sig med thetta thegar hann er ad drepa hrydjuverkamenn?".

Hinsvegar verd eg ad vidurkenna ad mer finnst thessar shizabaggu (isl: klippitoskur?) soldid svalar... eitthvad sem alvoru kúrekar gaetu latid sja sig med.